„Við þurftum að vera beinskeyttir“

„Þetta var ekki mest sannfærandi sigurinn okkar í sumar, en sigur varð það. Við vissum að við vorum að koma á gríðarlega erfiðan útivöll þar sem þeir eur búnir að vera sterkir í sumar,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals eftir 1:2 sigur á Stjörnunni í dag. 

Sjá frétt mbl.is: Stjarnan tryggði sér Evrópusæti þrátt fyrir tap

„Við þurftum að vera beinskeyttir og gerðum það vel. Í seinni hálfleik fengum við góða sénsa til að setja 3:0 markið og klára þetta endanlega. En Stjarnan er með beinskeyttan leikstíl og sérstaklega á heimavelli og þeir náðu að setja mark í lokin og gera þetta spennandi.“

Valur var þegar búið að tryggja sér titilinn fyrir leikinn. Var ekkert erfitt að mótívera leikmenn í þennan leik?

„Nei, ekkert sérstaklega. Við vorum að spila við liðið í 2. sætinu og við vildum bara sýna að við erum besta liðið. Við erum ánægðir með að ná því. Það er enn hungur í liðinu. Í hverjum einasta leik eru leikmenn að sýna hvað þeir geta. Sem betur fer eru flestir í hópnum ekkert að velja sér verkefni til að standa sig í, heldur fara á fullu í alla leiki.“

Patrick Pedersen hefur ekki komið við sögu í síðustu leikjum Vals. Hvernir stendur á því?

„Við vonumst til að hann verði orðinn tilbúinn í næsta leik, hann hefur glímt við eitthvað kálfavandamál,“ sagði Sigurbjörn.

Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert