Ólafur að taka við FH-ingum

Ólafur Helgi Kristjánsson.
Ólafur Helgi Kristjánsson. Ljósmynd/www.randersfc.dk

FH-ingar hafa boðað til fréttamannafundar síðdegis í dag þar sem tilkynnt verður um ráðningu á nýjum þjálfara en sem kunnugt er hefur Heimir Guðjónsson látið af störfum hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is verður Ólafur Helgi Kristjánsson næsti þjálfari FH-liðsins en Ólafur lét af störfum sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers á dögunum.

Ólafur hefur þjálfað í Danmörku undanfarin ár, fyrst hjá Nordsjælland og síðan Randers en hann var þjálfari Breiðabliks frá 2006 til 2014 og undir hans stórn varð Breiðablik bikarmeistari 2009 og Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert