Eva Núra frá Fylki í FH

Eva Núra Abrahamsdóttir
Eva Núra Abrahamsdóttir Ljósmynd/FH

Eva Núra Abrahamsdóttir hefur skrifað undir samning við FH og mun hún spila með liðinu á næstu leiktíð. Eva kemur frá Fylki, þar sem hún hefur spilað allan ferilinn að undanskildu árinu 2013 þegar hún var í Haukum. 

Eva hefur leikið 109 leiki á ferlinum og skoraði í þeim fimm mörk. Hún á 12 leiki fyrir U17 landslið Íslands og einn A-landsleik, vináttuleik gegn Póllandi á síðasta ári. Fylkir féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð á meðan FH hafnaði í 6. sæti. 

Orri Þórðarson, þjálfari FH, er ánægður með liðsstyrkinn. „Eva Núra er klókur leikmaður með gott auga fyrir spili og á eftir að styrkja liðið okkar," sagði Orri við heimasíðu FH.

Evu Núru líst vel á nýja liðið. „Mér líst mjög vel á vera komin til FH. Liðið hefur verið á uppleið undanfarin ár og það er greinilega metnaður í félaginu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert