Hallur heldur kyrru fyrir á Skaganum

Hallur Flosason handsalar samninginn við ÍA.
Hallur Flosason handsalar samninginn við ÍA. Ljósmynd/ÍA

Hallur Flosason hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍA og verður áfram með liðinu næstu tvö árin. Þetta kom fram í tilkynningu frá Skagamönnum í dag.

Hallur er  24 ára gamall, uppalinn hjá ÍA og hefur verið einn af lykilmönnum Skagamanna. Hann hefur spilað 65 leiki með meistaraflokki og skorað 3 mörk, en ÍA féll úr Pepsi-deild karla í sumar.

„Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt samninginn og að fá tækifæri til að vinna áfram með þessum strákum sem eru í liðinu. Svo  verður auðvitað spennandi að fá að vinna með Jóa Kalla og Sigga Jóns, mér líst mjög vel á þá. Það er heiður að fá að vera partur af þessari uppbyggingu sem er í gangi á Skaganum og allir í liðinu eru ákveðnir í því að taka liðið upp á næsta level,” sagði Hallur.

Jóhannes Karl Guðjónsson tók við ÍA fyrir skömmu og er ánægður með að halda Halli.  

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið, Hallur er hæfileikaleikaríkur fótboltamaður og sterkur varnarmaður sem hefur mikla reynslu og er því mikilvægur fyrir liðið okkar og framtíðarplön,“ sagði Jóhannes Karl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert