Karólína Lea til liðs við Breiðablik

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ásamt Þorsteini Halldórssyni þjálfara Breiðabliks.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ásamt Þorsteini Halldórssyni þjálfara Breiðabliks. Ljósmynd/Breiðablik

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður FH og U17 ára landsliðsins í knattspyrnu, er gengin í raðir Breiðabliks.

Karólína Lea er 16 ára gömul, hefur spilað 29 leiki með FH í Pepsi-deildinni tvö síðustu tímabilin og skoraði í þeim þrjú mörk. Þá hefur hún spilað 20 leiki með U17 ára landsliðinu og hefur í þeim skorað fimm mörk.

Faðir hennar, Vilhjálmur Kári Halldórsson, lék á árum áður með Breiðabliki og móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, er hálfsystir landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, svo að knattspyrnugenin eru svo sannarlega fyrir hendi hjá Karólínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert