Strákarnir töpuðu fyrir Búlgörum

Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag.
Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag. Ljósmynd/KSÍ

U19 ára landslið karla í knattspyrnu tapaði fyrir Búlgaríu, 2:1, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM en riðillinn sem Ísland spilar í er leikinn í Búlgaríu.

Búlgarar komust í 2:0. Þeir skoruðu fyrra markið á 78. mínútu og bættu við öðru á 83. mínútu en Kolbeinn Finnsson, leikmaður hollenska liðsins Groningen, lagaði stöðuna fyrir íslenska liðið þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á 88. mínútu leiksins þegar brotið var á KR-ingnum Ástbirni Þórðarsyni innan vítateigs.

Ísland mætir Englandi á laugardaginn og Færeyjum á þriðjudaginn en tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í milliriðli sem spilaður verður næsta vor. Úrslitakeppnin fer svo fram í Finnlandi í júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert