Hallbera til liðs við Val

Elín Metta Jensen, Hallbera Guðný Gísladóttir og Mist Edvardsdóttir á …
Elín Metta Jensen, Hallbera Guðný Gísladóttir og Mist Edvardsdóttir á Hlíðarenda í dag ásamt Berki Edvardssyni og Pétri Péturssyni þjálfara. mbl.is/Ívar Benediktsson

Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu er gengin til liðs við Val og Elín Metta Jensen hefur samið við félagið að nýju eftir að hafa rift samning sínum við það á dögunum.

Hallbera, sem er 31 árs og hefur spilað 90 landsleiki, kemur til Vals frá Djurgården þar sem hún lék í sænsku úrvalsdeildinni á þessu ári. Hún spilaði áður með Val frá 2006 til 2011 og aftur 2014 en síðan með Breiðabliki í tvö ár.

Elín Metta hefur leikið allan sinn feril með Val og varð næstmarkahæst í Pepsi-deildinni í ár með 16 mörk. Hún á 32 landsleiki að baki.

Mist Edvardsdóttir hefur einnig gert nýjan samning við Val en hún missti af síðasta tímabili vegna meiðsla. 

Þessar þrjár sömdu allar við Val til þriggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert