Stærsta kraftaverkið í sögu fótboltans

Íslenska liðið fagnar sætinu á HM.
Íslenska liðið fagnar sætinu á HM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Clarín, stærsta dagblaðið í Argentínu, skrifaði skemmtilega grein um íslenska landsliðið í fótbolta eftir að ljóst varð að Ísland og Argentína verða saman í riðli á HM í Rússlandi. Að mati blaðsins er það stærsta kraftaverkið í sögu fótboltans að Íslandi hafi komist á HM. 

Fleiri búa í Florencio Varela, „litlu" þorpi í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu en á öllu Íslandi og því á að vera ómögulegt fyrir Ísland að komast á stórmót. Samheldnin á milli stuðningsmanna og leikmanna er hins vegar stórkostleg og allir hvetja hvern annan áfram. 

Greinina má lesa í heild sinni með að smella hér, en hún er á spænsku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert