Laufey til HK/Víkings

Laufey Björnsdóttir í búningi HK/Víkings.
Laufey Björnsdóttir í búningi HK/Víkings. Ljósmynd/HK/Víkingur

HK/Víkingur, sem er nýliði í Pepsi-deild kvenna á komandi keppnistímabili í fótboltanum, fékk í kvöld góðan liðsauka þegar Laufey Björnsdóttir kom til liðs við félagið frá Val og samdi til tveggja ára.

Laufey, sem er 28 ára gömul, er með reyndustu miðjumönnum landsins en hún hefur leikið 189 leiki í úrvalsdeildinni með Val, Fylki, Breiðabliki og Þór/KA/KS en hún hóf ferilinn með síðastnefnda liðinu árið 2004. Þá hefur hún  gert 25 mörk í deildinni.

Laufey lék alla 18 leiki Vals í deildinni á síðasta tímabili og hefur aðeins misst úr fimm deildarleiki með Hlíðarendaliðinu á undanförnum fimm árum. Laufey lék á sínum tíma 32 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Systir Laufeyjar, Björk Björnsdóttir, er markvörður og fyrirliði HK/Víkings sem vann 1. deildina í ár og faðir þeirra, Björn Björnsson, er í þjálfarateymi meistara- og 2. flokks HK/Víkings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert