Henrik Larsson, hinn 36 ára gamli sænski framherji, hefur verið valinn í landsliðshóp Svía fyrir Evrópukeppnina í sumar.
Larsson lék síðast með landsliðinu á HM 2006 en hefur síðan leikið með Helsingborg í Svíþjóð og staðið sig vel þar. Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, tilkynnti 23 manna hóp í dag og var Larsson í honum.
Larsson hefur leikið með Celtic, Barcelona og Manchester United og ekki er útilokað að hann verði við hlið Zlatans Ibrahimovic í framlínu Svía á EM þar sem liðið er með Spánverjum, Grikkjum og Rússum í D-riðli.