Enginn reiknaði með þessu

Tékkar búa sig nú undir mikilvægan leik við Ísland.
Tékkar búa sig nú undir mikilvægan leik við Ísland. mbl.is/Ómar

„Það reiknaði sjálfsagt enginn með því að þessi leikur við Ísland yrði svona mikilvægur, eins og hann er orðinn á þessu stigi. Ef við náum í þrjú stig tökum við mjög stórt skref í átt að lokakeppni EM,“ sagði Pavel Vrba, þjálfari Tékklands, við fjölmiðla þar í landi. Hann hefur hafið formlegan undirbúning fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Plzen í Tékklandi sunnudaginn 16. nóvember.

Liðin hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru efst í riðlinum, sex stigum á undan næsta liði sem er Holland en Hollendingar töpuðu í Tékklandi í fyrstu umferð og gegn Íslandi í Laugardalnum fyrir tveimur vikum.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin