EM í hættu hjá Hummels

Erik Durm, samherji Mats Hummels hjá Borussia Dortmund, hughreystir liðsfélaga …
Erik Durm, samherji Mats Hummels hjá Borussia Dortmund, hughreystir liðsfélaga sinn eftir að hann varð fyrir meiðslum í bikarúrslitaleiknum. AFP

Þýski varnarmaðurinn Mats Hummels sem nýverið gekk til liðs við Bayern München er í kapphlaupi við tímann um að vera klár í slaginn á Evrópumótinu í knattspyrnu karla sem hefst í Frakklandi eftir tæpar tvær vikur.  

Fyrsti leikur Þýskalands á mótinu er gegn Úkraínu 12. júní og eins og staðan er núna er tvísýnt með þátttöku Hummels í þeim leik vegna meiðsla á fæti sem hann varð fyrir í bikarúslitaleik Borussia Dortmund og Bayern München sem fram fór um síðustu helgi.

Þýskaland laut í lægra haldi fyrir Slóvakíu, 3:1, um helgina og Joachim Löw, landsliðsþjálfari þýska liðsins, lýsti þar yfir áhyggjum yfir varnarleik liðsins. Þessar fregnir létta líklega ekki þær áhyggjur sem brjótast um í kolli Löw. 

Þá glíma Marco Reus, leikmaður Borussia Dortmund, og Bastian Schweinsteiger, leikmaður Manchester United, einnig við meiðsli þessa stundina sem setja þátttöku þeirra í EM í hættu.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin