Frjáls Sakho ekki á leið á EM

Mamadou Sakho er ekki á leiðinni á EM.
Mamadou Sakho er ekki á leiðinni á EM. AFP

Mamadou Sakho verður ekki kallaður inn í leikmannahóp franska landsliðsins í knattspyrnu karla fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem hefst í Frakklandi í næsta mánuði. Frakkar mæta Rúmenum í opnunarleik EM 10. júní næstkomandi.

Sakho var settur í 30 daga bann eftir að ólögleg lyf fundust í blóðsýni hans í vor, en banninu hefur nú verið aflétt og varnarmaðurinn getur því leikið með Liverpool og franska landsliðinu að nýju.

Didier Deschamps, þjálfari franska liðsins, er í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna liðsins, en Kurt Zouma, Raphäel Varane og Jérémy Mathieu eru fjarri góðu gramni vegna meiðsla og verða ekki með á EM. Þrátt fyrir fyrrgreind meiðslavandræði telur Deschamps sig ekki þurfa á kröftum Sahko að halda á EM. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin