„Ég er mjög þreyttur“

Ronaldo og Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, fallast í faðma …
Ronaldo og Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, fallast í faðma eftir úrslitaleikinn á laugardag. AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo þarf að hvíla lúin bein áður hann hefur leik á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Portúgal mætir Íslandi í fyrsta leik beggja liða á mótinu, 14. júní.

Ronaldo skoraði úr síðustu vítaspyrnunni í vítaspyrnukeppni þegar Real Madrid sigraði Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Aðspurður sagði Ronaldo, sem glímdi við meiðsli í vikunni fyrir úrslitaleikinn, að nú tæki við nokkurra daga hvíld:

„Núna er rétti tíminn til að slaka á og njóta augnabliksins. Síðan hef ég nokkra daga til að undirbúa mig þannig að ég verði klár í slaginn í sumar,“ sagði Ronaldo.

„Ég er mjög þreyttur. Ég er búinn að leika meira en fjögur þúsund mínútur á tímabilinu og lék mest allra í liðinu í vetur. Ég elska að spila fyrir Real Madrid og vil halda áfram og gera betur,“ bætti Ronaldo við.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin