Austurríki gerði öll mörkin í 2:1 sigri

David Alaba er stærsta stjarna Austurríkismanna.
David Alaba er stærsta stjarna Austurríkismanna. AFP

Austurríki, mótherji Íslands í F-riðlinum á EM karla í knattspyrnu, vann 2:1 sigur á Möltu í vináttuleik í kvöld en leikið var í Klagenfurt. Stjarna Austurríkismanna, David Alaba, sá um að minnka muninn fyrir Möltu.

Marko Arnautovic, leikmaður Stoke, skoraði fyrsta mark Austurríkis á 4. mínútu. Alessandro Schoepf bætti síðan við öðru marki á 18. mínútu en Alaba gerði sjálfsmark seint í leiknum er hann sendi boltann í átt að eigin marki en markvörðurinn var ekki með á nótunum og rann boltinn yfir marklínu Austurríkismanna. Malta átti ekki skot á markið í leiknum.

Íslendingar eru með Austurríki í F-riðli Evrópumóts landsliða í París í sumar.  Liðin mætast 22. júní í lokaumferð F-riðilsins.

Þetta var næstsíðasti leikur Austurríkismanna fyrir EM en þeir mæta Hollendingum í Vínarborg á laugardagskvöldið.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin