Ísland er með gjörólíkt lið

Fernando Santos, þjálfari portúgalska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Fernando Santos, þjálfari portúgalska karlalandsliðsins í knattspyrnu. AFP

„Þetta var fínn leikur en ekki frábær. Það var margt jákvætt en svo var annað sem var ekki eins gott og við verðum að leggja meira á okkur og freista þess að bæta okkur,“ sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgals, eftir 3:0-sigurinn á Noregi í vináttulandsleik í fyrrakvöld. Portúgal verður fyrsti andstæðingur Íslands á EM karla í knattspyrnu, 14. júní, en Ísland og Noregur mætast einmitt annað kvöld í Osló.

Portúgalskir fjölmiðlar virðast sumir telja að margt sé líkt með Noregi og Íslandi, og því hafi verið sniðugt að mæta norska liðinu svo skömmu fyrir EM, en Santos er ekki alveg á sama máli:

„Ísland er öðruvísi lið. Íslendingar spila líka 4-4-2 leikkerfið en þetta eru gjörólík lið, nema hvað varðar einhverja fáeina, einstaka þætti,“ sagði Santos við fréttamenn. Hann var einnig þráspurður út í Cristiano Ronaldo, sem hefur sagst þreyttur eftir langt tímabil og er ekki mættur til æfinga með landsliðinu, en Santos sagði Portúgala trúa því að þeir geti alltaf unnið, bæði með og án Ronaldos.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin