Reus missir af EM

Marco Reus eftir bikarúrlslitaleik Borussia Dortmund gegn Bayern München um …
Marco Reus eftir bikarúrlslitaleik Borussia Dortmund gegn Bayern München um síðustu helgi. AFP

Marco Reus, kantmaður Borussia Dortmund, verður ekki í leikmannahópi þýska landsliðsins í knattspyrnu karla í lokakeppni Evrópumótsins. Reus er meiddur og verður ekki klár í tæka tíð þegar mótið fer fram. 

Þá hefur Joachim Löw, þjállfari þýska liðsins, ákveðið Julian Brandt, Karim Bellarabi og Sebastian Rudy verði ekki í leikmannahópi liðsins í mótinu.

Þýskaland er í C-riðli mótsins ásamt Norður-Írlandi, Úkraínu og Póllandi. Fyrsti leikur liðsins á mótinu er gegn Úkraínu sunnudaginn 12. júní á Stade Pierre Mauroy í Lille. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin