Vonast til að Aron og Kolbeinn spili

Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu.
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu. mbl.is/Styrmir Kári

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, bindur vonir við að Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins, og Kolbeinn Sigþórsson, framherji liðsins, geti tekið þátt í vináttulandsleik Íslands gegn Noregi á morgun. 

Aron Einar og Kolbeinn hafa glímt við meiðsli undanfarið en hafa æft með liðinu á síðustu æfingum liðsins og aukið álagið í æfingum sínum jafnt og þétt. Heimir sagði á blaðamannafundi í Ósló í morgun að Arnór Ingvi Traustason hefði komið vel út úr prófum læknateymisins.

Þá sagði Heimir að hann og Lars Lagerbäck væru búnir að ákveða hvaða leikmenn myndu skipa byrjunarlið Íslands í leiknum á morgun, en Heimir vildi ekki opinbera það á fundinum. Lars lét hafa það eftir sér í viðtali í gær að ekki væri hægt að lesa út líklegt byrjunarlið í fyrsta leik íslenska liðsins í lokakeppni Evrópumótsins út úr því hverjir hefja leikinn á morgun.   

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin