Eina sem skiptir máli er að komast áfram

„Þetta snýst allt um að komast áfram og það skiptir ekki máli hvernig við gerum það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Austurríkis.

Aron talar einnig um spennuna sem myndi fylgja því að mæta Englandi í útsláttarkeppninni. Liðið sem hafnar í öðru sæti í riðli Íslands, F-riðlinum, mætir Englandi í 16-liða úrslitum. Íslandi nægir stig til að komast áfram en Austurríki verður að vinna til að komast áfram.

Einnig er rætt við fyrirliða Austurríkis, Christian Fuchs, í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin