Brjálaður út í Pólverja

Xherdan Shaqiri, leikmaður Sviss, var ósáttur með pólsku leikmennina.
Xherdan Shaqiri, leikmaður Sviss, var ósáttur með pólsku leikmennina. AFP

Xherdan Shaqiri, landsliðsmaður Sviss í knattspyrnu, var allt annað en sáttur með leikmenn pólska landsliðsins eftir að liðið tryggði sæti sitt í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í dag en Pólland vann eftir vítaspyrnukeppni.

Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma en Jakub Blaszczykowski kom Póllandi yfir áður en Xherdan Shaqiri jafnaði með magnaðri hjólhestaspyrnu undir lok leiksins. Ekkert var skorað í framlengingu og var þá farið með leikinn í vítaspyrnukeppni þar sem Pólland hafði betur.

Leikmenn pólska landsliðsins fögnuðu fyrir framan stuðningsmenn Sviss í stað þess að hlaupa hinu megin á völlinn og fagna með sínum stuðningsmönnum en Shaqiri var allt annað en sáttur með hegðun þeirra.

„Ég veit ekki hvað ég get sagt. Þetta eru atvinnumenn í fótbolta og eiga að hafa vit á því að hlaupa yfir völlinn og fagna fyrir framan sína stuðningsmenn,“ sagði Shaqiri.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin