Magnús Ver hjólar í Ronaldo

Magnús Ver Magnússon.
Magnús Ver Magnússon. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Kraftakarlinn Magnús Ver Magnússon vandar ekki Portúgalanum Cristiano Ronaldo kveðjurnar í nýlegri Facebook-færslu, sem vakið hefur athygli á erlendum fréttamiðlum.

Magnús Ver, sem varð sterkasti maður heims fjórum sinum, nuddar salti í sárin hjá tapsárum Ronaldo, sem lét miður skemmtileg ummæli falla um Ísland eftir 1.1 jafntefli þjóðanna í fyrsta leik F-riðils.

 Í stuttu máli má segja að Magnús Ver bendi Ronaldo á þá staðreynd að líklega hafi hann ekki órað fyrir því að Ísland yrði fyrir ofan Portúgal í riðlinum og endar svo á því að senda honum eitraða pillu þar sem kraftajötunninn kallar Ronaldo vesaling (e.wanker) með uppblásið egó.

Cristiano Ronaldo hagaði sér eins og aumingi. Fótbolti snýst jafnmikið um liðið og einstaklinginn. Leicester City sannaði það í vetur. Mig grunar að Ronaldo sjái jafnvel eftir þessum ummælum sem hann lét falla í hita leiksins,“ sagði Magnús í samtali við Press Association Sport.

Facebook-færslu Magnúsar má sjá hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin