Tíu Spánverjar teknir í lyfjapróf

Leikmenn spænska landsliðsins á æfingu.
Leikmenn spænska landsliðsins á æfingu. AFP

Tíu leikmenn úr Evrópumeistaraliði Spánverja voru teknir í lyfjapróf af UEFA í morgun en Spánverjar eru að búa sig undir leikinn gegn Ítölum í 16-liða úrslitunum á EM í Frakklandi.

Menn frá lyfjaeftirliti UEFA heimsóttu hótel spænska landsliðsins í morgun og kölluðu tíu leikmenn í lyfjapróf en þeir hafa ekki verið nafngreindir.

Blóð- og þvagsýni voru tekin af leikmönnunum en ekkert óeðlilegt fannst í þeim að því er segir í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu.

Spánn og Ítalía mætast í París í 16-liða úrslitunum á mánudaginn.



mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin