McAuley skúrkurinn er Wales fór áfram

Gareth Bale og félagar eru komnir áfram.
Gareth Bale og félagar eru komnir áfram. AFP

Karlalandslið Wales er komið áfram í 8-liða úrslit Evrópumótsins eftir 1:0 sigur á Norður-Írlandi í dag. Sjálfsmark frá Gareth McAuley undir lok leiksins varð til þess að Wales komst áfram og mætir annaðhvort Ungverjalandi eða Belgíu.

Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur og í raun var sá síðari svipaður. Wales var töluvert betri aðilinn í leiknum en þeir nýttu þó færi sín illa.

Sam Vokes fékk frábært tækifæri til að skora á 53. mínútu er það kom fyrirgjöf frá hægri en skalli hans fór rétt framhjá markinu. Stuttu síðar átti svo Gareth Bale skot úr aukaspyrnu en Michael McGovern varði meistaralega.

Gareth McAuley varði fyrir því óláni að koma svo boltanum í eigið net á 77. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Gareth Bale og þar við sat. Wales komst í 8-liða úrslitin þar sem liðið mætir Ungverjalandi eða Belgíu.

Bæði Wales og Norður-Írland eru að leika í fyrsta sinn á EM en Norður-Írar fengu þrjú stig úr sínum riðli og komust þar með áfram á meðan Wales vann B-riðilinn með 6 stig.

Leik lokið. Wales er komið í 8-liða úrslitin eftir sigur á Norður-Írum. Það var ekki fallegt en það hafðist hjá þeim. Norður-Írar kveðja keppnina. Þeir geta verið stoltir af sér, frábær árangur á fyrsta Evrópumóti.

75. MAAAAAAARK!!! Wales 1:0 Norður-Írland. Gareth McAuley skorar í eigið net eftir fyrirgjöf frá Gareth Bale. Verðskulduð forysta en hræðilegt fyrir McAuley að lenda í þessu. Robson-Kanu hefði líklega komið knettinum í netið ef McAuley hefði ekki farið fyrir boltann.

58. BALE!!! Frábært aukaspyrna Bale sem fer yfir veginn og á markið en McGovern ver meistaralega í markinu. Wales líklegri aðilinn þessa stundina.

53. SAM VOKES!!! Frábært færi sem hann fær. Kom fyrirgjöf frá hægri beint á hausinn á Vokes sem stýrði honum framhjá.

46. Síðari hálfleikur er kominn af stað.

Hálfleikur.

43. Mest lítið að gerast í leiknum þessa stundina. Það er boðið upp á mikla hörku í þessum leik en lítið um dauðafæri.

17. Wales er að sækja um þessar mundir. Fyrir leik voru þeir taldir líklegri aðilinn en Norður-Írar geta þó vel komið á óvart. Þeir eru litla liðið eins og Ísland í þessu móti.

1. Leikurinn er hafinn.

Byrjunarlið Wales: Hennessy, Gunter, Taylor, Davies, Chester, Williams, Allen, Ramsey, Bale, Ledley, Vokes.

Byrjunarlið Norður Írlands: McGovern, McAuley, Evans, Davis, Lafferty, Evans, Dallas, Norwood, Hughes, Ward, Cathcart

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin