Ætla að eignast spilavítið í Mónakó

Þeir Kristján Magnússon og Haraldur Snjólfsson voru hinir hressustu þegar mbl.is tók þá tali í Nice í dag. Þeir komu sérstaklega frá Gautaborg til þess að vera viðstaddir leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu hér annað kvöld og ætla ekki að láta sitt eftir liggja.

Haraldur var viss um öruggan sigur en Kristján var aðeins hófstilltari í væntingum sínum. Það endaði með veðmáli þeirra á milli í miðju viðtali!

Nú þegar rúmur sólarhringur er í leik ætla þeir félagar að skella sér til Mónakó og „eignast spilavítið fyrir kvöldið,“ eins og Haraldur orðaði það.

Spurðir hvort þeir myndu klára lukkuna fyrir morgundaginn sagði Kristján: „Við sjáum til. Geturðu kannski lánað mér pening á morgun?“ sagði hann sposkur við félaga sinn, en spjall við þessa hressu félaga má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin