Gaman að sjá stemmninguna og gleðina

„Mér finnst gaman að sjá núna sem áhorfandi þegar maður er hættur í þessu hvað fótbolti og hvað þessi stemmning gefur mikla gleði og gefur mörgu fólki ótrúlega mikið,“ segir Ólína Viðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við mbl.is en hún er stödd í Nice í Frakklandi ásamt fjölda annarra Íslendinga til að styðja karlalandsliðið gegn Englendingum á morgun.

Ólína segist aðspurð vita ágætlega hvað karlalandsliðið sé að ganga í gegnum eftir að hafa sjálf verið tvisvar á Evrópumeistaramóti kvennalandsliða. Þá segist hún hafa fulla trú á að karlalandsliðið komist áfram á EM og sigri Englendinga annað kvöld.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin