Hodgson: Aron Einar vopnið þeirra

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu karla.
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu karla. AFP

„Þú þarft að vera hálfblindur til að sjá ekki að [Aron Einar] Gunnarsson er vopn í þeirra höndum,“ segir Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu karla sem mætir því íslenska í Nice á morgun, mánudag. Hodgson mun því hafa auga á kraftmiklum innköstum Arons Einars í leiknum.

Í frétt AFP-fréttastofunnar er leiknum líkt við baráttu Davíðs við Golíat. 

„Hann kastar ekki aðeins inn í vítateiginn, hann tekur innköst í eigin horni og reynir að kasta boltanum að miðju vallarins. Svo þetta er það sem við þurfum að vara okkur á,“ segir Hodgson.

Hann segir að ef enska liðið vinni ekki heimavinnuna sína verði innköst Arons Einars mikil áskorun.

„Ég held að við séum undir allt búnir í rauninni, þegar kemur að andstæðingum okkar,“ segir Hodgson.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin