Of mikið af jákvæðu áreiti

„Við vorum í búningum í gær og ég verð að segja að það var of mikið áreiti svo við fórum upp á herbergi og skiptum. Fórum bara í venjuleg föt og aftur út,“ segir Steinar Atli Skarphéðinsson í samtali við mbl.is í Nice í Frakklandi. Áreitið hafi alls ekki verið neikvætt heldur hafi einkum Frakkar gefið sig á tal við hann og Thelmu Dögg Ingadóttur unnustu hans.

Blaðamaðurinn tók eftir því að þau voru ekki í íslenska landsliðsbúningnum og innti þau eftir því hvers vegna. Thelma segir áreitið hafa verið jákvætt en það hafi einfaldlega verið svolítið mikið af því. Steinar segir að Frakkarnir hafi viljað að þau gerðu hvatningarhljóð stuðningsmanna landsliðsins og þar sem þau væru bara tvö hafi það verið svolítið erfitt að verða við því.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin