Ofmetnasti leikmaður heims?

Gary Lineker virðist ekkert sérlega hrifinn af Paul Pogba ef …
Gary Lineker virðist ekkert sérlega hrifinn af Paul Pogba ef marka má Twitter-færslu hans. AFP

Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands og núverandi sjónvarpsmaður hjá BBC, var í djúpum pælingum meðan á leik Frakklands og Írlands stóð í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í dag.

Frakkar komust áfram í 8-liða úrslit Evrópumótsins sem er einmitt haldið í Frakklandi en liðið lenti undir á 2. mínútu leiksins er Robbie Brady skoraði úr vítaspyrnu fyrir Íra. Paul Pogba braut þá á Shane Long og því réttilega dæmd vítaspyrna.

Pogba, sem hefur verið einn besti miðjumaður heims síðustu ár, hefur þó ekki tekist að heilla Gary Lineker, sjónvarpsmann BBC. Hann velti fyrir sér á samskiptavef Twitter í dag hvort Pogba væri í raun ofmetnasti leikmaður heims.

Franski miðjumaðurinn hefur ekki alveg verið í takt við aðra leikmenn franska landsliðsins á mótinu en hann er að spila annað hlutverk en hann gerir hjá Juventus.

Hann hefur undanfarin ár verið lykillinn að góðum árangri Juventus en hann hefur unnið deildina fjórum sinnum, bikarinn tvisvar og þá fékk liðið silfur í Meistaradeild Evrópu á síðasta ári.

Sumir fóru svo í gríngírinn.

Paul Pogba í leiknum í dag.
Paul Pogba í leiknum í dag. AFP
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin