Portúgal í sögubækurnar

Portúgal fagnar sigrinum á Króatíu eftir framlengingu í gærkvöldi.
Portúgal fagnar sigrinum á Króatíu eftir framlengingu í gærkvöldi. AFP

Portúgal komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins í Frakklandi eftir sigur á Króatíu í framlengdum leik í Lens. Sigurinn fleytti þjóðinni í sögubækurnar.

Ricardo Quaresma skoraði sigurmarkið í framlengingu, en með sigrinum settu Portúgalar met á EM. Þeir eru nú eina þjóðin sem hefur komist áfram í átta liða úrslit á öllum Evrópumótum frá því að átta liða úrslitin voru kynnt til sögunnar á EM í Englandi árið 1996.

Portúgal mætir Póllandi, sem sló Sviss út í vítaspyrnukeppni, í átta liða úrslitum í Marseille á fimmtudag.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin