Shakira eignar sér markið

Xherdan Shaqiri, leikmaður Sviss.
Xherdan Shaqiri, leikmaður Sviss. AFP

Kólumbíska söngkonan Shakira fylgist með Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi um þessar mundir en hún hefur þegar ákveðið að eigna sér eitt flottasta mark mótsins.

Shakira er búsett í Barcelona á Spáni en hún er með spænska varnarmanninum Gerard Piqué og eiga þau tvö börn saman.

Hún hefur verið að fylgjast grannt með Evrópumótinu í Frakklandi en Piqué og félagar eru komnir í 16-liða úrslit og mæta Ítölum á morgun.

Hálfgerður nafni hennar leikur þó með Sviss en það er Xherdan Shaqiri. Hann skoraði eitt af mörkum mótsins í gær er liðið datt út fyrir Póllandi í 16-liða úrslitum en Shakira grínaðist með það á Twitter að þetta hafi verið í fyrsta sinn í sögunni sem par skorar á EM.

Piqué skoraði í 1:0 sigri á Tékklandi á dögunum og þá vill Shakira meina að hún hafi skorað gegn Póllandi í gær, í gríni auðvitað.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin