Strákarnir klárir þótt brunabjallan hringi í nótt

Jóhann Berg Guðmundsson í hringiðunni á æfingu Íslands og létt …
Jóhann Berg Guðmundsson í hringiðunni á æfingu Íslands og létt er yfir mönnum. AFP

Johnnie Jackson, samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Charlton á Englandi, skaut létt á liðsfélaga sinn á Twitter fyrir leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Nice annað kvöld.

„Félagi, þið [Ísland] eruð mitt annað lið og allt það en nú er það alvaran. Ég vona að brunabjallan á hótelinu veki ykkur klukkan 4 í nótt,“ sagði Jackson og merkti Jóhann Berg í færslunni.

Okkar maður var hins vegar fljótur að svara og sagði að þrátt fyrir að bjallan myndi vekja íslenska liðið væri hver og einn tilbúinn þegar flautað verður til leiks annað kvöld.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin