Vafasamt met sett á EM

Cristiano Ronaldo átti ekki skot að marki í venjulegum leiktíma …
Cristiano Ronaldo átti ekki skot að marki í venjulegum leiktíma frekar en aðrir leikmenn í gær. AFP

Met var sett þegar Portúgal sló Króatíu út í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Ekki er metið þó neitt fyrir þjóðirnar til þess að stæra sig af.

Eftir markalausar 90 mínútur fóru Portúgalar með sigur af hólmi eftir framlengingu 1:0. Metið sem um ræðir er hins vegar á þá leið að hvorugu liðinu tókst að eiga skot á markið í venjulegum leiktíma. Það er í fyrsta sinn það sem af er Evrópumótinu í Frakklandi sem það gerist.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin