Yrði frábært að fá Eið í teymið

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og Gylfa Þór Sigurðssyni líst vel á ef Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn í þjálfarateymið eftir að Lars Lagerbäck lætur af störfum eftir Evrópumótið í Frakklandi.

Aron og Gylfi sátu fyrir svörum á fréttamannfundi í Nice í dag í aðdraganda leiksins á móti Englendingum í 16-liða úrslitunum á EM annað kvöld og voru þeir spurðir út í það hvernig þeim líkaði sú hugmynd að Eiður Smári kæmi inn í þjálfarateymið með Heimi Hallgrímssyni en Heimir viðraði þá hugmynd í gær.

„Eiður Smári er maður með mikla reynslu og hefur margt upp á bjóða. Hann hefur öðruvísi reynslu og það kæmi til með að ganga upp að fá hann í teymið. Það er bara undir honum komið hvort hann vill það,“ sagði Aron Einar.

„Það yrði frábært ef Eiður yrði í kringum hópinn. Hans reynsla er frábær fyrir okkur núna og hann gæti nýst liðinu vel. Hann elskar fótbolta og vonandi verður hann í kringum landsliðið í framtíðinni,“ sagði Gylfi Þór.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin