Aðgöngumiðar seldir á ströndinni

Miðarnir rjúka væntanlega út hjá þessum herramanni.
Miðarnir rjúka væntanlega út hjá þessum herramanni. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Það eru greinilega einhverjir aðgöngumiðar enn til sölu á á stórleik Íslands og Englands á Evrópumótinu í knattspyrnu en leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma í Nice í Frakklandi.

Blaðamaður Morgunblaðsins rakst á þetta par á ströndinni í Nice, þar sem þau reyndu að selja fjóra miða á leikinn í kvöld. Parið ráðagóða var þó langt frá því að vera eina fólkið sem var í slíkum viðskiptum og ljóst að „svartamarkaðsbrall“ lifir ágætu lífi í Frakklandi.

Íslenskir áhorfendur verða í minnihluta í stúkunni í kvöld og eru margir afar ósáttir við hversu fáum miðum íslenskum áhorfendum var úthlutað á þennan stærsta landsleik í sögu íslenska karlalandsliðsins.

Á bilinu 3.000–3.500 Íslendingar verða meðal áhorfenda á Aliianz-Riveria-vellinum í kvöld en enskir stuðningsmenn verða líka 20–25 þúsund. Það mun því mæða mikið á íslenskum stuðningsmönnum í kvöld, ætli þeir sér að yfirgnæfa háværa enska stuðningsmenn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin