Árangur Íslands á meðal stærstu tíðinda

Fögnuðurinn sem braust út þegar Birkir Bjarnason skoraði gegn Portúgal …
Fögnuðurinn sem braust út þegar Birkir Bjarnason skoraði gegn Portúgal heyrðist alla leið til Reykjavíkur.

Fótboltatímaritið kunna, FourFourTwo, tók saman fimm athyglisverðustu tíðindin í riðlakeppninni í lokakeppni EM í fótbolta í Frakklandi að mati tímaritsins. Ísland kemur þar við sögu. 

Í einu af þessum fimm er fjallað um árangur litlu liðanna. Að Ísland og N-Írland hafi komist í 16-liða úrslitin og að Albanía hafi unnið Rúmeníu. Um Ísland segir FourFourTwo að líklega sé Ísland það lið sem eigi mestan stuðning hlutlausra áhorfenda. Liðið hafi haldið Portúgal í skefjum, nærri unnið Ungverjaland og sökkt Austurríki. Framundan sé risastór leikur við England. Auk þess skrifar tímaritið að fagnaðarlætin þegar Birkir Bjarnason skoraði gegn Portúgal hafi heyrst alla leið til Reykjavíkur. 

Önnur tíðindi og augnablik úr mótinu sem FourFourTwo nefnir til sögunnar eru grátur Payet þegar hann fór af velli í fyrsta leiknum, sigur Wales í riðlinum eftir tap fyrir Englandi, frammistaða Kiraly í gráum æfinga-buxum í marki Ungverja sem unnu sinn riðil og sigur Íra á Ítölum. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin