Drullusama hverjum ég er að mæta

Ragnar Sigurðsson var eins og klettur í vörn íslenska liðsins …
Ragnar Sigurðsson var eins og klettur í vörn íslenska liðsins gegn Englandi í kvöld. AFP

„Við erum með trú og vilja sem ekkert annað lið hefur. Við vorum óheppnir að vinna þetta ekki stærra í kvöld fannst mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson í samtali við Símann Sport eftir stórkostlegan sigur íslenska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu á Allianz Riviera-leikvanginum í Nice í kvöld. 

„Þó svo að þetta séu leikmenn sem maður hefur horft á í sjónvarpinu þá þýðir ekkert að pæla í því þegar út á völlinn er komið. Mér er drullusama hverjum ég er að mæta, ég tek bara á þeim og reyni að hindra þá í að skora. Það hefði svo verið gaman að skora með hjólhestaspyrnunni,“ sagði Ragnar virkilega glaður í bragði. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin