England ætti að bjóða Lars samning strax eftir leik

Lars Lagerbäck leiðbeinir okkar mönnum í sigurleiknum gegn Austurríki á …
Lars Lagerbäck leiðbeinir okkar mönnum í sigurleiknum gegn Austurríki á miðvikudag. AFP

Enskir fjölmiðlar hafa talað um að ef Ísland sigri England í viðureign liðanna í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld verði það verstu úrslit í sögu enska landsliðsins.

Enskir bloggarar hafa sömuleiðis talað um slíkt en hafa engu að síður hrifist af íslenska landsliðinu. Einn þeirra telur meðal annars að Lars Lagerbäck sé fullkominn sem næsti landsliðsþjálfari Englands.

„Hann er 67 ára og er búinn að segjast ætla að hætta en hann væri fullkominn fyrir England. Miklu betri kostur en Sven [Göran Eriksson], Fabio Capello eða Roy Hodgson voru. Ef England tapar ætti enska knattspyrnusambandið að bjóða Lars samning strax eftir leik.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin