Þetta verður algjör draumaleikur

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru áberandi í Nice í gær.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru áberandi í Nice í gær. mbl.is/Golli

Þegar loksins kom að því að Ísland og England mættust í alvörulandsleik í knattspyrnu karla þá gat sviðið varla orðið stærra. Liðin berjast í kvöld á Allianz Riviera-leikvanginum í Nice í Frakklandi um hvort þeirra mætir Frökkum í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar.

„Þetta verður frábær leikur, algjör draumaleikur. Það er kominn mikill spenningur og við verðum klárir. Þetta verður erfitt en vonandi tekst okkur að halda þeim í skefjum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannfundi í Nice í gær, en í kvöld mætir hann þremur fyrri félögum sínum í Tottenham. „Við erum allir fínir félagar og höldum sambandi. Það verður gaman að kljást við þá.“ Hann sagði þá hafa skipst á sms-skeytum undanfarið en sagðist ekki vilja gefa upp hvað þeim hefði farið á milli.

Á bilinu 3.000-3.500 Íslendingar verða á meðal áhorfenda á Allianz Riviera-vellinum í kvöld. Leikvangurinn tekur rúmlega 35.000 áhorfendur og verða stuðningsmenn enska liðsins í miklum meirihluta.

Sjá ítarlega umfjöllun um viðureign Íslands og Englands í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin