Hafa æft vítaspyrnur

Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. AFP

Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla, segir að liðið hafi æft vítaspyrnur á æfingum undanfarna og leikmenn liðsins séu við því búnir að gripið verði til vítaspyrnukeppni í leiknum gegn Englandi í Nice í kvöld. 

„Við höfum æft vítaspyrnur smávegis á undanförnum æfingum, án þess þó að leggja áherslu á þann þátt leiksins. Sumar vítaspyrnurnar voru góðar og aðrar ekkert sérstakar eins og gengur og gerist," sagði Lagerbäck þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin