Í fyrsta sinn í 40 ár

Mesut Özil tekur vítaspyrnuna í gær.
Mesut Özil tekur vítaspyrnuna í gær. AFP

Þýskaland tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu með öruggum sigri á Slóvakíu, 3:0, í sextán liða úrslitunum í gærkvöld.

Sigurinn hefði þó hæglega getað verið stærri, en Mesut Özil brenndi af vítaspyrnu fyrir Þýskaland snemma í fyrri hálfleik. Hann hefur nú brennt af þremur af síðustu fjórum vítaspyrnum sem hann hefur tekið.

Þetta er hins vegar í annað sinn í sögu Þýskalands á EM, og raunar í fyrsta sinn í 40 ár, sem Þjóðverjar klúðra vítaspyrnu. Síðast var það Uli Hoeness sem gerði það á EM 1976 í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum gegn Tékkóslóvakíu. Það var örlagarík spyrna, því Tékkóslóvakar nýttu allar sínar spyrnur og stóðu uppi sem Evrópumeistarar.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin