Leikmenn Wales fögnuðu sigri Íslendinga

Íslensku stuðningsmennirnir fagna í Nice í kvöld.
Íslensku stuðningsmennirnir fagna í Nice í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Leikmenn velska landsliðsins fögnuðu gríðarlega sigri Íslendinga gegn Englendingum í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld.

Wales er eina þjóðin frá Bretlandseyjum sem eftir er í keppninni en Wales mætir Belgíu í átta liða úrslitunum. England, Norður-Írland og Írland eru öll úr leik en Wales og Ísland eru komin í átta liða úrslitin og næstu mótherjar Íslendinga eru gestgjafar Frakka á sunnudaginn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin