Verði ykkur að góðu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, fagnar sigrinum í leikslok.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, fagnar sigrinum í leikslok. AFP

„Verði ykkur að góðu, þetta var fyrir ykkur og ég vona að þjóðin fagni þessu ærlega í kvöld. Við gripum það einstaka tækifæri sem okkur bauðst og þetta mun breyta lífi okkar í framhaldinu og færa íslenska knattspyrnu upp á næsta stall,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Símann Sport eftir 2:1-sigur liðsins gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Nice í kvöld. 

„Ég var mun rólegri í þessum leik en á móti Austurríki. Mér fannst við halda boltanum betur og vörnin hófst framar og var árásargjarnari. Skipulagið sem við settum upp gekk upp og leikmenn framfylgdu því sem var lagt upp fyrir leikinn. Við náðum að setja þá undir pressu sem var frábært,“ sagði Heimir um frammistöðu íslenska liðsins í kvöld. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin