„Við erum frábærir saman“

Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru sannarlega frábærir saman.
Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru sannarlega frábærir saman. AFP

„Þetta er það sem við höfðum trú á og vissum að við gætum gert þetta, svo einfalt er það,“ sagði einbeittur Kári Árnason eftir frækinn 2:1-sigur Íslands á Englandi sem tryggði farseðilinn í átta liða úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu.

„Við höfðum þá fullkomlega undir stjórn og þeir skapa í rauninni engin færi. Við höfum komist yfir í leikjum og orðið passífir eftir það, svo það var kannski bara góð tilbreyting að lenda undir og þurfa að gyrða sig í brók,“ sagði Kári.

Varnarleikurinn var nánast óaðfinnanlegur í leiknum og Kári og Ragnar Sigurðsson hreint út sagt magnaðir.

„Við erum frábærir saman. Ég get ekki lýst því með orðum hversu góður Raggi er og gott að spila með honum. Svo var hann bara kominn í eitthvert rugl, farinn að taka hjólhestaspyrnur og eitthvað. Það er eins og í einhverri lélegri B-mynd hefði hann sett‘ann þannig. Það kæmi mér mjög á óvart ef Liverpool myndi ekki bjóða í hann,“ sagði Kári.

Nú tekur við leikur við gestgjafa Frakka í París á sunnudag.

„Það er annar erfiður leikur. Við tökum þetta einn leik í einu eins og við höfum alltaf gert. Okkar markmið er að vinna og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það,“ sagði Kári Árnason.

Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fagna.
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fagna. AFP
Kyle Walker og Ragnar Sigurðsson takast á.
Kyle Walker og Ragnar Sigurðsson takast á. AFP
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin