Á bekknum lá Gylfi Sigurðsson

Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson. Árni Sæberg

„Strákar, þið fáið frí á föstudag, laugardag og sunnudag. Farið til Frakklands og horfið á fótbolta,“ hafði danski sóknarmaðurinn hjá Stjörnunni, Jeppe Hansen, eftir Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara sínum,

í dag í samtali við BT.

Ísland er komið í 8-liða úrslit á EM og Rúnar Páll vill augljóslega að sínir menn taki þátt í þessu ævintýri.

Jeppe segir einnig að æfingu Stjörnumanna hafi verið frestað um hálftíma í dag svo menn gætu keypt sér miða á leikinn gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum.

„Það hefur bara verið hrikalega góð stemmning hér á Íslandi. Það vilja allir fara til Frakklands,” sagði Daninn Jeppe Hansen glaður í bragði.

„Það er engin stjörnudýrkun í gangi,“ sagði Hansen aðspurður. „Svoleiðis er það ekki á Íslandi. Það þekkja allir alla meira og minna.  Sjúkraþjálfarinn okkar er sá sami og hjá landsliðinu. Þegar ég var meiddur um daginn og átti að fá meðhöndlun hjá honum lá Gylfi Þór Sigurðsson á bekknum,“ sagði Hansen hress.

Eins og fram kom í dag liggur nú ljóst fyrir að stríðssöngur íslenskra stuðningsmanna á EM kemur frá stuðningsmönnum Stjörnunnar, Silfurskeiðinni, sem aftur tóku sönginn frá stuðningsmönnum Motherwell í Skotlandi er liðin mættust fyrir tveimur árum í Evrópukeppninni. Þeir ættu því að kunna sönginn vel.

Jeppe Hansen, til vinstri.
Jeppe Hansen, til vinstri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin