Allir fengu núll í einkun í Times

Íslensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega þegar flautað var til leiksloka í …
Íslensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega þegar flautað var til leiksloka í Nice í gærkvöldi en þeir ensku voru afar hnípnir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Leikmenn enska landsliðsins í fótbolta voru harðlega gagnrýndir í breskum dagblöðum í dag eins og vænta mátti, eftir tap gegn Íslandi í gærkvöldi á EM í Frakklandi. Þjálfarinn, Roy Hodgson, fær líka miklir skammir en hann tilkynnti strax eftir leik að hann myndi hætta störfum. Hver og einn einasti leikmaður enska liðsins fékk einkunnina 0 í The Times.

The Times heldur því fram á baksíðu, sem alla daga er aðal íþróttasíða blaðsins, að tapið gegn Íslandi hafi verið mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins: „gegn liði 333.000 manna þjóðar sem þjálfað er af tannlækni,“ eins og það er orðað. The Times segir sögu enska landsliðsins spanna 144 ár og 959 leiki.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin