Eiginkona Rooney er hneyksluð

Rooney fagnar marki sínu gegn Íslendingum í gærkvöld.
Rooney fagnar marki sínu gegn Íslendingum í gærkvöld. AFP

Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins í knattspyrnu, er hneyksluð á forsíðu enska götublaðsins The Sun í dag eftir ósigur Englendinga fyrir Íslendingum í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.

Á forsíðunni er mynd af sex ára syni þeirra Coleen og Rooney, Kai Rooney, sem er grátandi og í textanum á forsíðunni segir á meðal; „Æ, pabbi hvað hefur þú gert?“

„Ég sá forsíðu blaðsins og ég er gjörsamlega hneyksluð,“ skrifar Coolen á twitter-síðu sína.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem The Sun birtir álíka forsíðu en þegar Englendingar féllu úr leik á HM 2014 var stór mynd af syni þeirra hjóna á forsíðunni þar sem hann var hágrátandi.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin