Rúnar er eftirsóttur

Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu á árinu. …
Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu á árinu. Rúnar hóf tímabilið í Svíþjóð með látum og tryggði góð frammistaða hans þar honum sæti í EM-hópi Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson, sem leikur með Sundsvall í efstu deild sænska fótboltans, er eftirsóttur af mörgum liðum.

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað mínútu með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu er Rúnar, sem skorað hefur sex mörk í 12 leikjum fyrir Sundsvall á tímabilinu, samkvæmt Sundsvalls Tidning eftirsóttur af ýmsum liðum, þar á meðal svissneska úrvalsdeildarliðinu Grasshopper, þar sem sænski miðjumaðurinn Kim Källström leikur.

Grasshopper er sigursælasta félag í sögu Sviss og hefur unnið deildina 27 sinnum og bikarinn 19 sinnum.

„Ég get staðfest að það er áhugi fyrir Rúnari og að við erum í viðræðum. En ég get ekki sagt hvaða félög um ræðir,“ sagði Urban Hagblom, yfirmaður íþróttamála hjá Sundsvall.

Leikar hefjast á ný í sænsku deildinni hinn 10. júlí en samningur Rúnars er til loka þessa tímabils. Búnar eru 12 umferðir af 30.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin