Stórkostleg afmælisgjöf frá landsliðinu

Leikmenn íslenska landsliðsins taka við síðustu skipunum fyrirliða síns, Arons …
Leikmenn íslenska landsliðsins taka við síðustu skipunum fyrirliða síns, Arons Einars Gunnarssonar, fyrir leikinn í Nice í gærkvöldi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ég var alveg pottþéttur á því að við myndum vinna þennan leik. Taktíkin sem að þjálfarar íslenska landsliðsins settu upp var náttúrlega alveg ótrúleg. Þeir [Englendingar] áttu ekki möguleika,“ sagði Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, sem fagnaði afmæli sínu í gær um leið og hann fagnaði sigri Íslands á Englandi.

„Þetta var stórkostleg afmælisgjöf frá íslenska landsliðinu,“ sagði Pétur. „Það var magnað að sjá hvernig þessir strákar spiluðu í vörninni, og komu sér í frábærar sóknir líka til að skora. Þetta var aldrei í hættu,“ sagði Pétur, og þessi mikli markahrókur hrósaði markaskorurum Íslands:

„Það var frábært að sjá Kolla koma inn í mótið aftur og skora. Það var frábærlega gert. Og Raggi? Það var bara synd að hann skyldi ekki líka skora úr þessari hjólhestaspyrnu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin