Þetta sannaði hvað þeir eru magnaðir

Kolbeinn Sigþórsson í þann mund að skora sigurmark íslenska landsliðsins …
Kolbeinn Sigþórsson í þann mund að skora sigurmark íslenska landsliðsins í Hreiðrinum í Nice í gærkvöldi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þetta bara sannaði hvað þeir eru magnaðir. Þetta er klikkun. Núna eru allir að fara út aftur,“ sagði Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, í skýjunum eftir sigur Íslands á Englandi.

„Ég sat hérna heima og reyndi að halda báðum börnunum mínum vakandi til að geta séð hverja einustu mínútu. Svo fann maður einhverja kúkalykt þegar leikurinn var að verða búinn, og hélt að það væri kannski í gegnum sjónvarpið, að Roy [Hodgson] væri búinn að drulla á sig, en þá var þetta bara strákurinn minn,“ sagði Edda skellihlæjandi.

„Strákarnir voru bara æðislegir. Þeir vörðust og hlupu, og svo komumst við líka í hættulegri færi. Aron hljóp þarna í gegn og komst í opnara færi en þeir höfðu fengið allan seinni hálfleikinn. Það gekk allt upp. Þeir geta líka haldið boltanum í rólegheitunum og voru ótrúlega svalir þegar við þurftum smá andrými,“ sagði Edda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin