Átta sinnum ódýrara lið vann Englendinga

Gylfi Þór Sigurðsson dýrasti leikmaður íslenska landsliðsins. Leikmenn landsliðsins hafa …
Gylfi Þór Sigurðsson dýrasti leikmaður íslenska landsliðsins. Leikmenn landsliðsins hafa hækkað í verði með góðri frammistöðu á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Góður árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi hefur án efa hækkað virði leikmannanna sjálfra, og gengishækkað íslenska knattspyrnu, eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um í aðdraganda mótsins að gæti gerst.

Gylfi Þór Sigurðsson er sem fyrr verðmætasti leikmaður íslenska liðsins, alla vega ef horft er til beins markaðsvirðis, en samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt.de sem sérhæfir sig í að halda utan um verðmæti leikmanna, þá kostaði Gylfi 13 milljónir evra fyrir mótið, jafnvirði um 1,8 milljarða króna. Ragnar Sigurðsson var talinn næstdýrasti leikmaður liðsins, metinn á 6 milljónir evra eða 828 milljónir króna.

Alls var byrjunarliðið sem lagði England að velli í fyrrakvöld metið á 4,4 milljarða íslenskra króna fyrir EM. Til samanburðar þá var byrjunarlið Englands metið á 36,6 milljarða króna, rúmlega átta sinnum hærri upphæð Hér má sjá samanburð á liðunum eftir leikstöðum og virði þeirra samkvæmt Transfermarkt í milljónum króna:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson 55 milljónir króna

Joe Hart 2.346

Hægri bakverðir:

Birkir Már Sævarsson 69

Kyle Walker 2.070

Vinstri bakverðir:

Ari Freyr Skúlason 97

Danny Rose 1.932

Miðverðir:

Ragnar Sigurðsson 828

Kári Árnason 69

Chris Smalling 2.760

Gary Cahill 2.208

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson 345

Gylfi Þór Sigurðsson 1.794

Eric Dier 2.484

Wayne Rooney 4.830

Dele Alli 2.760

Kantmenn:

Birkir Bjarnason 345

Jóhann B. Guðmundsson 276

Raheem Sterling 6.210

Sóknarmenn:

Jón Daði Böðvarsson 110

Kolbeinn Sigþórsson 380

Harry Kane 5.520

Daniel Sturridge 3.450

Ísland var með þriðja ódýrasta leikmannahópinn í 16 liða úrslitunum en er með þann ódýrasta nú þegar Norður-Írland og Ungverjaland eru úr leik. Alls eru leikmennirnir 23 í íslenska hópnum metnir á tæplega 6,2 milljarða króna, eða að meðaltali 268 milljónir. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin